Hilmar Örn ráðin sem organisti og kórstjóri við AkraneskirkjuHilmar Örn Agnarsson er nýr organisti og kórstjóri við Akraneskirkju.

Starfið var auglýst laust til umsóknar nýverið og sóttu fjórir um starfið. Sóknarnefnd Akraneskirkju komst að þeirri niðurstöðu að bjóða Hilmari Erni Agnarssyni starfið.

Hilmar Örn hefur starfað í afleysingu við Akraneskirkju undanfarið ár. Hilmar Örn er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem organisti.

Hann hefur starfið við Grafarvogskirkju, Kristskirkju í Reykjavík, lengst var hann organisti við Skálholtsdómkirkju og hefur stjórnað fjölmörgum kórum með góðum árangri.

Sveinn Arnar Sæmundsson, semn hefur starfað sem organisti og kórstjóri við Akraneskirkju s.l. 19 ár, hefur tekið við slíku starfi hjá Víðistaðakirkju. Hann var í ársleyfi frá starfinu við Akraneskirkju og tekur Hilmar Örn við keflinu af Sveini Arnari.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/09/02/sveinn-arnar-hefur-verid-radinn-sem-organisti-vid-vidistadakirkju/