Káramenn þoka sér upp stigatöfluna – þriðji sigurinn í síðustu fimm leikjumKári sigraði Vængi Júpiters í gær í 3. deild Íslandsmót karla í knattspyrnu.

Þetta var þriðji sigur Kára í síðustu fimm leikjum og hefur liðið þokað sér upp stigatöfluna eftir erfiða byrjun á mótinu.

Efri röð frá vinstri: Dino Hodzic, Hafþór Pétursson, Hilmar Halldórsson, Aron Snær Guðjónsson, Aron Ingi Kristinsson, Ingimar Elí Hlynsson, Andri Júlíusson. Neðri röð frá vinstri: Oskar Wasilewski. Fylkir Jóhansson, Arnar Már Kárason og Axel Freyr Ívarsson.

Kári situr í 6. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 9 umferðir en það eru aðeins fimm stig í efsta lið deildarinnar, KFG.

Vængir Júpiters eru í samstarfi við Fjölni í Grafarvogi og fór leikurinn fram á gervigrasvelli Fjölnis við Egilshöll.

Fylkir Jóhannsson kom Kára yfir á 6. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Andri Júlíusson kom Kára yfir á 33. mínútu og reyndust það lokaúrslit leiksins.