Daníel Ingi valinn í U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnuSkagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson er í U-15 ára landsliðshóp Íslands sem leikur æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 15.-19. ágúst. Alls verða leiknir tveir leikir en Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins

Daníel Ingi er fæddur árið 2007 og lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmótinu á dögunum með ÍA – og er þar með yngsti leikmaðurinn í sögu karlaliðs ÍA. Daníel Ingi kemur af miklum knattspyrnuættum. Faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍA. Ísak Bergmann Jóahannesson er bróðir Daníels Inga en Ísak Bergmann er atvinnumaður hjá FCK í Kaupmannahöfn.

Hópurinn:

Gabríel Snær Hallsson Breiðablik
Hilmar Óli Viggósson Breiðablik
Gils Gíslason FH
Ísak Atli Atlason FH
Daniel Ingi Jóhannesson ÍA
Benedikt Þórir Jóhannesson ÍR
Róbert Elís Hlynsson ÍR
Mikael Breki Þórðarson KA
Magnús Valur Valþórsson KR
Viktor Orri Guðmundsson KR
Freysteinn Ingi Guðnason Njarðvík
Eysteinn Ernir Sverrisson Selfoss
Thomas Ari Arnarsson Valur
Víðir Jökull Valdimarsson Valur
Guðjón Ármann Jónsson Víkingur R.
Haraldur Ágúst Brynjarsson Víkingur R.
Jochum Magnússon Víkingur R.
Þorri Heiðar Bergmann Víkingur R.
Pétur Orri Arnarson Þór Ak.
Kolbeinn Nói Guðbergsson Þróttur R.