Húsið stendur við Heiðargerði 22 og hefur staðiði tómt frá því að Prentmet flutti alla starfssemi fyrirtækisins til Reykjavíkur.
Húsnæðið var lengi á söluskrá en nýir eigendur lögðu fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna lóðarinnar. Breytingin felst í að breyta húsnæðinu í íbúðarhús með sex íbúðum.
Í bókun skipulags- og umhverfisráðs frá fundi ráðsins í liðinni viku kemur fram að ráðið getur ekki orðið við framkominni breytingu á deiliskipulagi við Heiðarbraut 22.
Ráðið telur byggingarmagn og útlit ekki í samræmi við götumynd, né framtíðaráform um uppbyggingu innan miðbæjarreits Akraness.