Alls stunda 73 nemendur nám á Afrekssviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á haustönn 2022.
Alls koma 14 kennarar – og þjálfarar að verkefninu en Afrekssvið FVA er samstarfsverkefni FVA, Akraneskaupstaðar og ÍA. Frá þessu er greint á vef FVA.
Íþróttagreinarnar sem eru í boði á þessari önn eru alls sjö, og hafa þær aldrei verið fleiri. Greinarnar eru; fimleikar, golf, knattspyrna, klifur, körfubolti og sund.
Nemendur á Afrekssviði stunda hefðbundið nám við FVA en nemendur mæta á æfingar hjá sínu íþróttafélagi á skólatíma tvisvar í viku ásamt því að fara í einn þrektíma á viku. Þar að að auki fá nemendur bóklega kennslu einu sinni í viku þar sem farið eru yfir m.a. markmiðasetningu, líffærafræði, styrk, kraft, þol, sálrænan þátt, liðsheild, svefn, hvíld, íþróttameiðsl – og fleira.
Hér má sjá myndband frá æfingum frá því í september á þessu ári.