Karlalið ÍA í erfiðri stöðu eftir 3-2 tap í Keflavík – fjórir leikir eftir í fallbaráttunniStaða karlaliðs ÍA í knattspyrnu versnaði enn frekar í gær þegar liðið tapaði 3-2 á útivelli gegn liði Keflavíkur í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar sem hófst í gær.

ÍA á nú fjóra leiki eftir og er liðið í neðsta sæti með 15 stig en tvö neðstu liðin falla úr efstu deild þegar deildinni lýkur í lok október.

Benedikt V. Waren skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 18. mínútu, en heimamenn jöfnuðu tíu mínútum síðar og komust yfir með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Johannes Björn Vall jafnaði metin fyrir ÍA á 54. mínútu en Keflvíkingar tryggðu sigurinn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 64. mínútu.

Oliver Stefánsson leikmaður ÍA fékk rautt spjald undir lok leiksins og verður hann í leikbanni í næstu umferð sem fram fer 8. október þegar ÍA fær lið Fram í heimsókn á Akranesvöll.

Byrjunarlið ÍA má sjá hér fyrir neðan. Engar breytingar voru gerðar á liði ÍA í leiknum og varamenn liðsins tóku ekki þátt.