Schaumberger ungmennakórinn frá Bückeburg í Sachsen í Þýskalandi, kemur í heimsókn til Akraness fimmtudaginn 20. október og býður til tónleika í Vinaminni.
Stjórnandi kórsins er Stephanie Feindt og undirleikari er Artur Pacewicz.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Sérstaða þessa kórs er óvenjuleg raddsetning þar sem tenórröddin er sungin af djúpum altröddum, sem gefur kórnum einstaklega mjúkan og fallegan hljóm. Kórinn hefur á undanförnum árum haldið tónleika víða um heim, í Mið-Evrópu, Bandaríkjunum, Japan, Afríku og í Rússlandi. Efnisskráin er blönduð og verður kynnt á staðnum.