Sunna Rún lék með U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti í PóllandiSunna Rún Sigurðardóttir lék með U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á æfingamóti sem fram fór í Póllandi nýverið.

Alls lék Ísland þrjá leiki og var Sunna Rún fyrirliði í fyrsta leik liðsins í 5-2 sigri gegn Tyrklandi.

Í öðrum leik liðsins gegn Pólverjum gat Sunna Rún ekki leikið vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrsta leiknum. Ísland tapaði 6-3 gegn Póllandi.

Í lokaumferðinni lék Sunna Rún með Íslandi á ný í 2-0 sigri gegn Litháen.

Sunna Rún er fædd árið 2008 og var í lykilhlutverki með meistaraflokki kvennaliðs ÍA í C-deild Íslandsmótsins í sumar.