Einar Margeir setti unglingamet á sterku alþjóðlegu sundmóti í Berlín



Skagmaðurinn efnilegi, Einar Margeir Ágústsson, keppir á sterku alþjóðlegu sundmóti sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 21.-23. október. Mótið er hluti af heimsmótaröðinni, World Cup.

Alls eru sex keppendur frá Íslandi á þessu móti – en Skagamaðurinn Eyleifur Jóhannesson er landsliðsþjálfari.

Einar Margeir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra bringusundi þar sem hann kom í mark á tímanum 27,94 sek. Hann bætti met sem sett var í september á þessu ári þegar Daði Björnsson, kom í mark á tímanum 27,95 sek.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/07/14/einar-margeir-nadi-frabaerum-arangri-a-em-unglinga-i-rumeniu/
http://localhost:8888/skagafrettir/2021/10/04/einar-margeir-baetti-15-ara-gamalt-akranesmet-i-50-metra-skridsundi/