Magnaðar myndir frá Jakobi frá stórbrunanum á gámasvæði Nova Terra á Akranesi



Akranes var mikið í fréttum í dag vegna stórbruna á umráðasvæði Nova Terra þar sem að eldur kviknaði í mörgum tugum bílhræa.

Eldurinn kviknaði þegar unnið var við að rífa niður bílhræ og var allt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út í þetta risastóra verkefni. Aðstoð barst einnig frá slökkviliði Borgarbyggðar.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við visir.is að slökkvistarf hafi gengið vel og mengun frá bílabrunanum hafi verið með minnsta móti.

„Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens í viðtalinu.

Jakob Hjörtur Ragnarsson var á tánum í dag þegar hann henti loftfari sínu á flug víðsvegar á Akranesi þar sem hann tók þessar frábæru myndir. Skagfréttir fengu góðfúslegt leyfi hjá Jakobi að birta þessar myndir.

Ekki myndaðist nein hætta við brunann en

Gámasvæði Mova Terra er lokað svæði. Þar var því lítil hætta sem skapaðist og segir Jens Heiðar að gott veður hafi hjálpað til að reykurinn frá eldsvoðanum lagðist ekki yfir Akraneskaupstað

Slökkviliðsmenn verða á svæðinu fram eftir kvöldi og verður svæðið vaktað í nótt.

default
default
default
default
default
default