Þrýst á að finna lausn í húsnæðismálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst„Allir hlutaðeigandi gera sér grein fyrir að núverandi staða er óviðunandi,“ segir í fundargerð bæjarráðs um stöðuna sem er uppi vegna húsnæðismála Búkollu og móttöku einnota umbúða.

Velferðar – og mannréttindinaráð Akraness hefur lagt áherslu á að lausn finnist í húsnæðimálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst.

Í bókun ráðsins kemur fram að tryggja þarf 350 fermetra húsnæði fyrir Búkollu og 140 fermetra fyrir móttöku einnota umbúða. Þar kemur einni fram að hentugt rými hafi verið til skoðunar fyrir starfsemina og reynt verði eftir fremsta magni að fá niðurstöðu sem fyrst.

Húsnæði Búkollu var lokað í maí á þessu ári vegna rakavandamála eða myglu.