Elstu nemendur leikskólans Garðasels hófu skólagöngu sína í nýrri og glæsilegri byggingu í síðustu viku eða þann 28. október.
Þegar skólinn verður fullkláraður verða alls sex deildir en búið er að klára tvær deildir.
Töluverðar tafir hafa verið á framkvæmdinni við skólann og hafa elstu nemendur verið í bráðabirgðahúsnæði í skóladagvist Brekkubæjarskóla – þar sem að leikskólalóð við Teigasel hefur verið nýtt fyrir nemendur.
Í frétt á heimasíðu Garðasels kemur fram framkvæmdum sé lokið á stórum hluta leikskólalóðarinnar. Vel hafi tekist til með hönnun og er húsnæðið bjart og fallegt.
Hér má sjá myndir úr nýja leikskólanum.