Fjölbreytt dagskrá á tónlistarhátíðinni HEIMA-SKAGI sem fram fer 5. nóvember



Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI fer fram laugardagskvöldið 5. nóvember 2022 á Vökudögum. Þetta er í annað sinn sem Skagamenn opna hús sín og bjóða listamönnum og gestum heim í stofu.

Dagskráin er fjölbreytt eins og sjá má hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að kaupa miða:

Á hátíðinni sem fer fram laugardaginn 5. nóvember koma fram 10 listamenn/hljómsveitir sem spila tvisvar sinnum hver í jafn mörgum húsum. Eitt kvöld, 20 tónleikar í það heila í 10 húsum og við erum ótrúlega stolt af frábærri og fjölbreyttri dagskrá.

HEIMA-SKAGi fer fram í í HEIMA-húsum: Vesturgata 71b (Einar Skúla), Vitateig 2 (Martha og Björn), Skólabraut 20 (Guðni og Lilja) og Grundartún 8 (Elfa og Pálmi) – en líka í Báran brugghús (Bárugötu X), í Bíóhöllinni (Vesturgötu 27), í Akraneskirkju (Skólabraut 13), í gamla Iðnskólanum (Skólabraut X), í Blikksmiðju Guðmundar (Akursbraut 11b) sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar og á rakarastofu Hinna (sem er líkast til í minnsta húsi Akraness – og þó víðar væri leitað).

Síðast þegar HEIMA-SKAGI var fór fram var uppselt. Þetta er einstök hátíð þar sem nándin við listafólkið er mjög mikil. Það spila ekki allir á sama tíma og þeir sem eru duglegastir að rölta á milli sjá flest atriði.

Þeir fyrstu stíga á stokk kl. 20.00 og þeir síðustu enda um kl. 23.00. Að dagskrá lokinni er svo „eftirpartí“ á Gamla Kaupfélaginu (Kirkjubraut 11) sem er opið öllum og frítt inn. Þar ætlar Guðrún Árný að fá fólk með sér í samsöng – hún er best í því á Íslandi. Þar getur fólk hist og borið saman bækur sínar og heyrða tóna eftir kvöldið.

Miðakaupendur sækja armbönd á hátíðardaginn 5. nóvember eftir kl. 16 á Gamla Kaupfélagið.

Tímasett dagskrá hátíðarinnar verður auglýst síðar.

Þeir sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru: Hörður Torfason, Guðrún Gunnarsdóttir, Vintage Caravan, Una Torfa, Tíbrá, Lay Low, Djäss, Júníus Meyvant, Herbert Guðmundsson og Guðrún Árný.