Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.

Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.

Mikilvægur sigur Skagamanna gegn KR í Bestu deildinni
Karlalið ÍA vann mikilvægan sigur gegn KR í kvöld í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Ísak Máni Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu

Elín Anna og Tristan Freyr Akranesmeistarar í golfi
Elín Anna Viktorsdóttir og Tristan Freyr Traustason eru Akranesmeistarar í golfi 2025. Meistaramót Golfklúbbsins Leynis lauk í gær á Garðavelli – en keppendur hafa aldrei

World Class opnar í haust – skapar 20 ný störf, opið allan sólarhringinn
Akraneskaupstaður og Laugar ehf. skrifuðu í dag undir samning um opnun á líkamsræktarstöð sem staðsett verður í „gamla íþróttahúsinu“ við Jaðarsbakka. Stefnt er að opnun

Áhugaverð tillaga lögð fram um endurnýtingu á Sementstönkunum
Hvernig getur endurnýting á Sementsílóunum á Akranesi orðið samfélagsmiðstöð sem sameinar fólk, styður við bæjarbúa og heiðrar sögu starfseminnar? Þetta er spurning sem Lárus Freyr

Breytingar gerðar á gjaldskrá leikskóla
Skóla- og frístundaráð Akraness lagði fram nýverið til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskóla. Bæjarráð samþykkti breytingarnar á fundi sínum þann 26. júní s.l. Breytingarnar eru

Leynir óskar eftir bættri aðstöðu fyrir innanhúsæfingar
Golfklúbburinn Leynir hefur óskað eftir bættri aðstöðu fyrir innanhúsæfingar. Leynir, sem fagnar 60 ára afmæli á þessu ári, hefur sent inn formlegt erindi til Akraneskaupstaðar