Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.

Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.

Lárus Orri tekur við karlaliði ÍA í fótbolta
Lárus Orri Sigurðsson mun þjálfa meistaraflokk karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA út leiktíðina 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu en Jón Þór Hauksson

Áhugaverð tillaga lögð fram um endurnýtingu á Sementstönkunum
Hvernig getur endurnýting á Sementsílóunum á Akranesi orðið samfélagsmiðstöð sem sameinar fólk, styður við bæjarbúa og heiðrar sögu starfseminnar? Þetta er spurning sem Lárus Freyr

Flottur árangur hjá 19-23 ára liði Leynis á Landsmóti golfklúbba
Lið Leynis í flokki 19-23 ára pilta náð flottum árangri á Landsmóti golfklúbba sem fram fór nýverið á Kiðjabergsvelli. Alls tóku 8 lið þátt. Skagamenn

Fasteignamat á Akranesi hækkar töluvert á milli ára
Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í skýrslu hjá HMS. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. Á

Orri Harðarson bæjarlistamaður Akraness
Bæjarlistamaður Akraness árið 2025 er tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson. Greint frá útnefningunni þann 17. júní. Orri lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. júní

Sigrún Ósk ráðin í nýtt starf hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður hefur ráðið Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins