Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.
Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.
Nýtt ráðhús á Akranesi ekki á dagskrá næstu þrjú árin
Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar
Hvaða framkvæmdir eru á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar næstu þrjú árin?
Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar
Einar Margeir náði flottum árangri í fyrsta sundinu á HM
Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson náði flottum árangri í fyrstu keppnisgrein sinni á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í dag. HM í 25 metra laug fer
Ný innisundlaug við Jaðarsbakka er ekki á dagskrá næstu þrjú árin
Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar
Hákon Arnar tryggði Lille sigurinn í Meistaradeildarleik
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark franska liðsins Lille í kvöld í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu. Hákon var aðeins búinn að
Akraneskaupstaður tekur 4,5 milljarða kr. langtímalán
Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í langtímafjármögnun bæjarfélagsins. Alls bárust 3 tilboð frá Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands. Um er að ræða 3.500 milljóna