Fjallað um veggjalistaverk á Akranesi í sjónvarpsþættinum „Að Vestan“ á N4

Sjónvarpsstöðin N4 hefur á undanförnum árum beint kastljósinu að ýmsum áhugaverðum sögum úr nærsamfélaginu á Akranesi. 

Nýverið fóru þau Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir, sem stýra þættinum, í göngutúr um Akranes. 

Ólafur Páll Gunnarsson, formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs, sagði frá  sögunum á bak við vegglistaverkin sem skreyta nú Akranes víðsvegar á Niður-Skaganum.