Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt á bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fram fór þriðjudaginn 15. nóvember s.l.
Þetta var í 21. skipti sem slíkur fundur er haldinn á vegum Akraneskaupstaðar.
Á þessum árlega fundi bæjarstjórnar taka fulltrúar úr Ungmennaráði Akraness sæti í bæjarstjórn.
Ungmennaráð, er skipað níu fulltrúum nemendafélaga grunnskólanna, nemendafélags FVA, Tónlistarskóla Akranes, fulltrúa ÍA og fulltrúum félagsmiðstöðvanna tveggja þ.e. Arnardals og Hvíta hússins.
Bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar sátu fundinn og svöruðu erindum ungmennanna.