Gott ár að baki hjá Golfklúbbnum Leyni – mikill áhugi hjá félagsmönnum að komast í stjórn

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram í kvöld, fimmtudaginn 24. nóvember 2022. 

Mikill áhugi er hjá félagsmönnum á starfi klúbbsins og eru alls fimm félagsmenn í framboði til stjórnar.  Kosið verðum um tvö sæti í stjórn GL til næstu tveggja ára og hafa eftirfarandi aðilar boðið sig fram, sett fram í stafrófsröð:

Elísabet Valdimarsdóttir
Freydís Bjarnadóttir
Heimir Bergmann
Ísak Örn Elvarsson
Theódór Hervarsson

Í árskýrslu stjórnar kemur fram að rekstur klúbbsins hafi gengið vel. Fjöldi spilaðra hringja var 22.115 – sem er svipað og í fyrra. Félagsmenn eru með 67% af spiluðum hringjum á árinu 2022. 

Félagsmenn voru 650 í lok sumars en þeir voru 674 á sama tíma fyrir ári síðan. Hlutfall kvenna er það sama og áður eða 31%.

Í skýrslunni segir:„Á komandi árum mun fjölgun kvenna í starfinu verða ein af okkar stóru áskorunum í fjölgun meðlima og þar af leiðandi styrkara starfi. Einnig stendur metnaður stjórnar til fjölgunar iðkenda hjá börnum og unglingum, sem er sannarlega ein mikilvægasta leiðin til að skapa fullgreiðandi félagsmenn þegar til lengri tíma er litið. Fjölgun félaga um 15-20% myndi skapa okkur auknar fastar tekjur og gera klúbbinn minna háðanutanaðkomandi vallartekjum.“

Rekstrartekjur Leynis námu rúmlega 144 milljónum kr. og hækkuðu um tæpar 10 m.kr. á milli ára eða um 7%. Helsta skýring þess eru aukin félagsgjöld, auknar vallartekjur og rekstrarstyrkir. Rekstrargjöld voru rúmlega 115 milljónir kr.  Rekstrarafkoma klúbbsins var því jákvæð um rúmar 28 m.kr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir.  

Árskýrsluna má lesa í heild sinni með því að smella á myndina hér fyrir neðan eða hér: