Breytingar hjá Knattspyrnufélagi ÍA – Geir lætur af störfum

Knattspyrnufélag ÍA tilkynnti í dag að framkvæmdastjóri félagsins Geir Þorsteinsson væri að hætta störfum.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Knattspyrnufélag ÍA og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins hafi komist að samkomulagi um að Geir láti af störfum fyrir félagið á næstunni.

Geir mun verða félaginu innan handar næstu mánuði. 
Stjórn félagsins þakkar Geir kærlega fyrir vel unnin störf.

Geir var ráðinn sem framkvæmdastjóri KFÍA í lok mars árið 2020.  

Hann tók þá við starfinu af Sigurði Þór Sigursteinssyni. 

Geir hefur mikla reynslu á þessu sviði en hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri KSÍ um margra ára skeið. 

Hann var formaður KSÍ á árunum 207-2017. Hann hefur einnig gegnt nefndarstörfum fyrir UEFA og FIFA.