Tveir nýir kjörnir í stjórn Golfklúbbsins Leynis – Pétur gegnir áfram formennsku

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis 2022 fór fram þann 24. nóvember í frístundamiðstöðinni Garðavöllum.  Oddur Pétur Ottesen var endurkjörinn sem formaður Leynis – en hann var sá eini sem gaf kost á sér.

Að auki var kosið um tvö sæti aðalmanna í stjórn klúbbsins og gáfu fjórir kost á sér. 

Frá vinstri: Ella María Gunnarsdóttir, Hróðmar Halldórsson, Óli Þór Jónsson, Oddur Pétur Ottesen formaður, Ísak Örn Elvarsson og Freydís Bjarnadóttir.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu klúbbsins sem slík kosning fer fram – eftir því sem best er vitað. 

Hörður Kári Jóhannesson, sem hefur verið í stjórn Leynis um árabil gaf ekki kost á sér en Heimir Bergmann, gjaldkeri klúbbsins, gaf kost á sér til endurkjörs 

Í framboði auk Heimis voru þau: Elísabet Valdimarsdóttir, Freydís Bjarnadóttir og Ísak Örn Elvarsson.   

Alls greiddu 65 félagar atkvæði og voru engir auðir eða ógildir seðlar. Niðurstaða kosninga var eftirfarandi:

• Elísabet Valdimarsdóttir 28 atkvæði eða 43%

• Freydís Bjarnadóttir 46 atkvæði eða 71%

• Heimir Bergmann 21 atkvæði 32%

• Ísak Örn Elvarsson 35 atkvæði eða 54%

Aðalmenn í stjórn voru kjörnir: Freydís Bjarnadóttir og Ísak Elvarsson.

Stjórn Leynis er því þannig skipuð:

Oddur Pétur Ottesen, formaður, Óli Björgvin Jónsson, Ella María Gunnarsdóttir, Freydís Bjarnadóttir, Ísak Örn Elvarsson og Hróðmar Halldórsson er varamaður í stjórninni.