Dýrfinna og Ingi Steinar kynna samvinnuverkefnið „Langisandur“

Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður á Akranesi, hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frumlega nálgun í skartgripagerð. 

Dýrfinna heldur áfram á þeirri braut og nú hefur hún fengið Inga Steinar Gunnlaugsson, skáld og fyrrum skólastjóri á Akranesi, til liðs við sig.

 Þau hafa unnið saman að áhugaverðu verkefni sem nefnist Langisandur. 

Þar er um að ræða skart sem hentar fyrir öll kyn – með inngreyptum ljóðlínum frá Inga Steinari. 

Dýrfinna og Ingi Steinar, verða með kynningu á þessu skarti, Langisandur, á verkstæði Dýrfinnu, Merkigerði 18 á Akranesi, föstudaginn 9. desember frá kl. 16-20. 

Við þetta tækifæri verða flutt nokkur ljóð skáldsins. 

Allt áhugafólk um þetta verkefni er velkomið – segir í tilkynningu frá Dýrfinnu.