Akranesviti hefur á undanförnum árum vakið athygli hjá tónlistarfólki fyrir frábæran hljómburð.
Sífellt fleiri leggja leið sína á Akranes til þess að taka upp tónlist í vitanum – þar sem að Hilmar Sigvaldason tekur vel á móti gestunum.
Hilmar hefur lyft grettistaki í markaðssetningu á Akranesvita og það er að skila árangri.
Nýverið gaf tónlistarmaðurinn Tommy Ashby út lagið Lifeline þar sem hann spilar á kassagítar og syngur í Akransvita – þar sem að vitinn leikur aðalhlutverkið í hljóðvist lagsins.
Ashby er samkvæmt bestu heimildum fæddur í Rotterdam í Hollandi en hann ólst upp í Skotlandi.