Nýr jólamarkaður kemur með jólastemningu í gamla miðbæinn

Alls verða 24 söluaðilar á jólamarkaðinum Akratorg sem opnar laugardaginn 10 desember. 

Á markaðnum verður að finna söluaðila með smávörur, hannyrðarvörur, matvörur, bækur og skemmtilegar jólavörur. 

Opnunartími er frá 13.00 – 18.00 laugardag og sunnudag. 

Jólamarkaðurinn er staðsettur í húsnæðinu þar sem að Verslunin Nína var um árabil við Kirkjubraut 4 – rétt við Akratorg. 

Það verða yfir 24 söluaðilar sem taka þátt í markaðnum fram að jólum en fyrstu helgina þá verða eftirfarandi söluaðilar á svæðinu:

Kaffisala frá Oddfellow

Rakel Rósa Þorsteinsdóttir – Prjónamerki,lyklakippur og fallega skartgripi

Gingó – Leirvörur

Bassabrand.com–  Press-on neglur og ljósmyndir

Jana Maren Valsdóttir  – Skartgripir, kerti og prjónavörur

Avon snyrtivörur – Jólatilboð

Sigríður Helga Einarsdóttir – Handverk

Friðbjörg Kristmundsdóttir – Sala á handofinni sérhannaðri vefnaðarvöru

Kristbjörg Smáradóttir Hansen – Handgerðar gæða sápur og handgert konfekt

Goðanes grafinn þorskur – Grafinn þorskur, 3 tegundir

Áslaug Benediktsdóttir – Lítil vatnslitaverk og handverk  með áherslu á jólin

Jóhanna María Leifsdóttir  – Sérhannaðir brúsar, glös, bolir og peysur

Glingur og Gersemar – Skartgripir, belti,hárskraut og eyrnabönd

Sigurður Arnþórsson – Jólasíld frá Ósnesi, harðfiskur, silfurskartgripir með íslenskum steinum

Jórunn N. Sigtryggsdóttir – Skartgripir, barna svuntur og sængurver, skrautkoddar og margt meira

Turteldúfur – Heimaprjónaðar vörur ásamt smávörum

Kver.is – Barna-, ungmennabækur og sakamálasögur

Blue Water Kayaks – Blautbúningar, þurpokar, vaðskór og fleirra

Nordic Clothing – Barnaföt

Nánar á fésbókarsíðu Jólamarkaðarins