Skaginn syngur inn jólin 2022 – Heimsþekktur stuðningsmaður ÍA opnaði glugga dagsins

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin hófst fyrir skemmstu.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin tvö ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Í dag var níundi gluggi dagatalsins opnaður. 

Þar kemur fram heimsþekktur gítarsnillingur – og stuðningsmaður ÍA til þriggja áratuga. Hann heitir Þráinn Árni Baldvinsson, Húsvíkingur, og einn af burðarásunum í hljómsveitinni Skálmöld. 

Þráinn leikur hér lögin „Það er svo marg ef af er gáð og Jólasveinar ganga um gólf“ . Hljómsveitina skipa: Birgir Baldursson, trommur /slagverk, Birgir Þórisson, hljómborð, Jón Hilmar Kárason, gítar og Sigurþór Þorgilsson, bassi.