Ísak Bergmann og Hákon Arnar miðluðu fróðleik til nemenda í gamla skólanum sínum

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson fóru í gamla grunnskólann sinn á dögunum þar sem þeir miðluðu fróðleik til nemenda í Grundaskóla. 

Hákon Arnar og Ísak er báðir atvinnumenn hjá danska knattspyrnuliðinu FCK í Kaupmannahöfn. Þeir hafa einnig verið í lykilhlutverki í verkefnum A-landsliðs karla á undanförnum mánuðum. 

Þeir félagar héldu fyrirlestur á sal Grundaskóla þar sem miðluðu reynslu sinni til nemenda og gáfu góð ráð til nemenda. 

Grunnstefið í þeirra framsögu var m.a. mikilvægi þess að standa sig sem einstaklingar og gera ávallt sitt besta. Árangur kemur ekki nema að vera góður vinur, koma vel fram við aðra, stunda nám og starf af metnaði og vera heiðarlegur. Einnig er mikilvægt að borða holla fæðu, sofa vel og hugsa jákvætt.

Þeir fóru einnig út á sparkvöllinn við Grundaskóla þar sem þeir léku sér við nemendur. Þeir færðu einnig skólanum áritaðar landsliðspeysur. 

Nánar á vef Grundaskóla.