Skaginn syngur inn jólin 2022 – „Háholtsgaurinn“ syngur sitt eigið lag í fyrsta sinn

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið.  Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

í dag var ellefti glugginn opnaður. Þar er á ferð Skagamaður sem ólst upp á Háholti 33 og hann gaf út áhugaverða plötu fyrr á þessu ári. 

 

Jónas Björgvinsson flytur hér lag sem hann samdi sjálfur og textann einnig – lagið heitir Mamma á engan kjól.