Kór Akraneskirkju með tvenna tónleika – forsala fer fram í Bjargi

Kór Akraneskirkju verður með tvenna tónleika fimmtudaginn 15. desember í Akraneskirkju. 

Yfirskrift tónleikanna eru „Jólalög og óbótónar“ en einsöngvarar koma úr hópi kórfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og kórinn stígur aftur á stokk kl. 21:00.

Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi kórsins – en hljóðfæraleikarar verða Birgir Þórisson sem leikur á píanó, Eyþór Franzson Wechner leikur á orgel og Peter Tompkins leikur á óbó.

Forsala aðgöngumiða fer fram í Versluninni Bjargi.