Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn á Akranes þann 15. desember næstkomandi.
Akurnesingum er boðið að koma í Breið Nýsköpunarsetur og þiggja veitingar ásamt forsetahjónum og einnig í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.
Akraneskaupstaður hvetur jafnframt fólk og fyrirtæki til að skreyta og flagga með íslenska fánanum þennan dag.