Skaginn syngur inn jólin 2022 – Söngdætur Akraness í aðalhlutverki í 14. glugga dagatalsins

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 14. glugginn opnaður.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Í dag var fjórtándi glugginn opnaður.

Þar eru söngkonur í aðalhlutverki sem hafa lagt sitt af mörkum í tónlistarmenningunni á Akranesi í gegnum tíðina.  

 

Söngdætur Akraness flytja lagið Þorláksmessukvöld – sem er eftir Robert Wells og Mel Torme. Textann samdi Þorsteinn Eggertsson. 

Rósa Sveinsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir skipa tríóið sem syngur að þessu sinni.