Skaginn syngur inn jólin 2022 – Frumsamið jólalag í aðalhlutverki í 15. glugganum

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 15. glugginn opnaður.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Í dag var fimmtándi glugginn opnaður.

Hallgrímur Guðsteinsson flytur hér frumsamið jólalag – sem heitir Jólanótt.  Georg Grundfjörð samdi lagið með Hallgrími. Textinn er eftir Hallgrím og Snorra Sturluson.