Árnahús við Sólmundarhöfða var enn og aftur umfjöllunarefni á fundi bæjarráðs þann 16. desember s.l.
Á fundinum var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviðs að skoða mögulegar útfærslur á endurbótum á húsinu með tilliti til stækkunarmöguleika hjúkrunar- og dvalarheimilisins á Höfða. Í fundargerðinni kemur fram að leitað skuli álits stjórnar Höfða í þessu sambandi.

Bæjarráð Akraness fjallaði fyrr á þessu ári um Árnahús sem er í eigu Akraneskaupstaðar og á þeim fundi setti bæjarráð fram bókun að mikilvægt væri að mannvirkin verði endurbyggð.
Frumkostnaðaráætlun vegna endurbóta hefur verið lögð fram. Á fundi ráðsins frá því í byrjun september kemur eftirfarandi fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð en huga þarf að ýmsum þáttum í því sambandi svo sem nýtingu svæðisins, framtíðarmöguleikum á stækkun Höfða o.fl. Einnig er mögulegt að endurbygginng mannvirkjanna fari fram í áföngum og að unnt sé að sækja styrki af ýmsum toga, hjá Minjastofnun, Húsfriðunarsjóð, SSV o. fl. Bæjarráð vísar málinu til umræðu hjá bæjarfulltrúum vegna fjárhagsaáætlunargerðar vegna ársins 2023 og þriggja ára tímabils 2014 til og með 2026.

Roðagyllum heiminn
Þessa dagana eða frá 25. nóvember til 10. desember stendur yfir alþjóðlegt átaksverkefni Soroptimista sem ber nafnið „Roðagyllum heiminn“ en með átakinu vilja samtökin vekja

Skagamenn skelltu vörninni í lás í góðum sigri gegn Ármenningum
Karlalið ÍA landaði frábærum sigri gegn liði Ármanns í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Skagamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda

Akranes ætlar að verða fyrsta íþróttasveitarfélagið
Fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að bærinn verði fyrsta íþróttasveitarfélagið á landinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Sambands íslenskra sveitafélaga. Með

Lagt til að samið verði við Basalt arkitekta um deiliskipulagsvinnu við Jaðarsbakka
Skipulags – og umhverfisráð leggur það til við bæjarstjórn Akraness að gengið verði til samninga við Basalt arkitekta varðandi deiliskipulagsvinnu á Jaðarsbakkasvæðinu. Þetta kemur fram

Lýsa yfir vonbrigðum með áætlað leiguverð íbúða hjá Leigufélagi aldraðra
Í nýjustu fundargerð Velferðar – og mannréttindaráðs Akraness kemur fram að ráðið lýsir yfir vonbrigðum með áætlað leiguverð íbúða hjá Leigufélagi aldraðra. Samkomulag Akraneskaupstaðar og

Almar Berg og Jón Vilhelm eru vítaskyttur Skagans 2023
Á Árgangamóti ÍA í knattspyrnu fer fram vítaspyrnukeppni fyrir börn – og fullorðinna. Markvörður ÍA, Dino Hodzic, hefur tekið það að sér að verja markið