Árnahús við Sólmundarhöfða var enn og aftur umfjöllunarefni á fundi bæjarráðs þann 16. desember s.l.
Á fundinum var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviðs að skoða mögulegar útfærslur á endurbótum á húsinu með tilliti til stækkunarmöguleika hjúkrunar- og dvalarheimilisins á Höfða. Í fundargerðinni kemur fram að leitað skuli álits stjórnar Höfða í þessu sambandi.
Bæjarráð Akraness fjallaði fyrr á þessu ári um Árnahús sem er í eigu Akraneskaupstaðar og á þeim fundi setti bæjarráð fram bókun að mikilvægt væri að mannvirkin verði endurbyggð.
Frumkostnaðaráætlun vegna endurbóta hefur verið lögð fram. Á fundi ráðsins frá því í byrjun september kemur eftirfarandi fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð en huga þarf að ýmsum þáttum í því sambandi svo sem nýtingu svæðisins, framtíðarmöguleikum á stækkun Höfða o.fl. Einnig er mögulegt að endurbygginng mannvirkjanna fari fram í áföngum og að unnt sé að sækja styrki af ýmsum toga, hjá Minjastofnun, Húsfriðunarsjóð, SSV o. fl. Bæjarráð vísar málinu til umræðu hjá bæjarfulltrúum vegna fjárhagsaáætlunargerðar vegna ársins 2023 og þriggja ára tímabils 2014 til og með 2026.
„Stoltur og ánægður,“ segir Jón Þór
Jón Þór Hauksson skrifaði í gær undir nýjan samning við Knattspyrnufélag ÍA – en hann hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár. Nýi samningurinn er
Þrjú verkefni sem unnið er að á Breið fengu styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands
Þrjú verkefni sem unnið er að í nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi fengu á dögunum styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands – alls 10 milljónir kr. Gramatek, sem
Tónlistarupplifun í tali, tónum og myndum í Vinaminni á fimmtudaginn
Kalman listafélag býður til tónlistarveislu í Vinaminni, í samvinnu við TonSagaNor (tonsaganor.com), fimmtudaginn 10. október kl. 20. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar verður sannkölluð tónlistarupplifun í tali,
Bára tekur við farsældarmálum hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
Bára Daðadóttir félagsráðgjafi á Akranesi var nýverið ráðin sem verkefnastjóra farsældarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Bára var valin úr hópi níu umsækjenda en frá
Daníel Ingi semur á ný við danska félagið FC Nordsjælland
Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson skrifaði nýverið undir nýjan samning við danska knattspyrnuliðið FC Nordsjælland. Daníel er fæddur árið 2007 og er því 17 ára. Hann
Kraftmiklir útskriftarnemar FVA gróðursettu tré við þjóðveginn
Útskriftarnemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt kennurum tóku nýverið þátt í gróðursetningu við þjóðveginn til Akraness – í samvinnu við Skógræktarfélag Akraness. Hópurinn gróðursetti nokkur tré, birki,