„Dansaðu vindur“ – frá tónleikum Kórs Akraneskirkju 2022 

Hér er að finna upptöku frá jólatónleikum Kórs Akraneskirkju sem fram fóru fimmtudaginn 15. desember s.l. í Akraneskirkju. 

 

Kórinn flytur hér lagið „Dansaðu vindur“ – lag eftir Peter Grönvall, textinn er eftir Kristján Hreinsson og útsetning lagsins er eftir Þóru Marteinsdóttur. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur einsöng.

Yfirskrift tónleikanna var „Jólalög og óbótónar“ en einsöngvarar komu úr hópi kórfélaga.

Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi kórsins – en hljóðfæraleikarar voru Birgir Þórisson sem lék á píanó, Eyþór Franzson Wechner lék á orgel og Peter Tompkins lék á óbó.

Skagafrettir.is tók upp myndbandið.