Skaginn syngur inn jólin 2022 – Systkini af Esjubrautinni opnuðu þriðja síðasta gluggann

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 22. glugginn opnaður og aðeins tveir flytjendur eiga því eftir að koma fram á þessu ári.

 

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.

Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

 

Í dag var tuttugasti og fyrsti glugginn opnaður.

Söngelsk systkini sem ólust upp á Esjubrautinni á Akranesi opnuðu gluggann í dag með íslensku þjóðlagi. 

Þar eru á ferðinni Halla Jónsdóttir og Ari Jónsson – sem syngja lagið Hátíð fer að höndum ein – íslenskt þjóðlag og textinn er eftir Jóhannes úr Kötlum.

Foreldrar þeirra Höllu og Ara eru Rannveig Björk Gylfadóttir og Jón Gunnar Axelsson.