Hanar bannaðir en leyfilegt að vera með allt að sex hænur

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í lok ársins 2022 drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi.

 

Í drögunum sem voru samþykkt kemur m.a. fram að leyfishafar geti verið með allt að sex hænur á lóðinni en hanar eru ekki leyfilegir. 

Almenn lausaganga hænsna er bönnuð er þar sem þannig háttar til og ekki er hætta á að hænur valdi nágrönnum ónæði er ekki amast við lausagöngu.

Hænsnahald má ekki valda ónæði í umhverfinu, vegna hávaða, ólyktar eða hvers konar óþrifnaðar. 

Leyfishafa er gert að hafa myrkur í hænsnakofanum frá kl. 21:00 að kvöldi og fram til 7 að morgni alla daga – til þess að koma í veg fyrir hávaða og ónæðis frá hænunum. Leyfishafa er einnig skylt að koma í veg fyrir að hænsnahaldið laði ekki að sér meindýr. 

Mikil krafa er lögð á hreinlæti og förgun úrgangs í reglugerðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.