Salka Hrafns Elvarsdóttir, markvörður úr ÍA, mun æfa með U-17 ára landsliði kvenna í knattspyrnu dagana 8.-11. janúar n.k. Lilja Björk Unnarsdóttir, fyrrum leikmaður ÍA, og núverandi leikmaður Selfoss er einnig í æfingahópnum.
Alls eru 24 leikmenn boðaðir í þessa æfingatörn sem Magnús Örn Helgason landsliðsþjálfari boðar til.
Leikmennirnir 24 koma frá 13 félögum, flestir frá Breiðablik eða sex. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og á Kópavogsvelli.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir verkefni fyrri hluta ársins. Ísland tekur þátt í æfingamóti í Portúgal 2.-8. febrúar þar sem liðið mætir Portúgal, Englandi og Finnlandi. Í mars leikur liðið svo í seinni umferð undankeppni EM 2023 og mætir þar Albaníu og Lúxemborg.
Hópurinn
- Hrefna Jónsdóttir – Álftanes
- Bryndís Halla Gunnarsdóttir – Breiðablik
- Harpa Helgadóttirt – Breiðablik
- Herdís Halla Guðbjartsdóttir – Breiðablik
- Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Breiðablik
- Margrét Brynja Kristinsdóttir – Breiðablik
- Olga Ingibjörg Einarsdóttir – Breiðablik
- Berglind Freyja Hlynsdóttir – FH
- Emma Björt Arnarsdóttir – FH
- Helga Rut Einarsdóttir – Grindavík
- Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir – Haukar
- Katrín Rósa Egilsdóttir – HK
- Björg Gunnlaugsdóttir – Höttur
- Salka Hrafns Elvarsdóttir – ÍA
- Kolbrá Una Kristinsdóttir – KH
- Ísabella Sara Tryggvadóttir – KR
- Jóhanna Elín Halldórsdóttir – Selfoss
- Lilja Björk Unnarsdóttir – Selfoss
- Bergdís Sveinsdóttir – Víkingur R.
- Freyja Stefánsdóttir – Víkingur R.
- Sigdís Eva Bárðardóttir – Víkingur R.
- Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir – Víkingur R.
- Angela Mary Helgadóttir – Þór/KA
- Krista Dís Kristinsdóttir – Þór/KA