Kristín kjörin Íþróttamaður Akraness þriðja árið í röð

Kristín Þórhallsdóttir, var í kvöld kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2022. Þetta er þriðja árið í röð sem kraftlyftingakonan er efst í þessu kjöri en hún keppir fyrir Kraftlyfingafélag Akraness. 

Sundmaður ársins, Einar Margeir Ágústsson var annar í kjörinu og kylfingur ársins, Björn Viktor Viktorsson, varð þriðji. 

Kjörinu var lýst á vef ÍATV í kvöld. 

Þetta er í 25. sinn sem kona er kjörin Íþróttamaður Akraness en karlar hafa verið efstir í kjörinu í 23. skipti. 

Fyrst var kosið árið 1965 en frá árinu 1977 hefur kjörið farið fram árlega. Ríkharður Jónsson var sá fyrsti sem var kjörinn en það liðu sjö ár þar til kosið var á ný.

Sundíþróttin er með 21 titlil á þessu sviði en golfíþróttin er með 11 titla og í þriðja sæti eru fulltrúar knattspyrnunni með 10 titla.

Kristín keppir í klassískum kraftlyftingum er rauði þráðurinn sá að keppt er án búnaðar. Ekki er leyfilegt að nota t.d. hnéhlífar, þrönga lyftingagalla eða lyftingabelti. Keppni í klassískum lyftingum hófst hér á Íslandi árið 2014 þegar byrjað var að skrá Íslandsmet í þessari grein kraftlyftinga.

Hér er viðtal við Kristínu frá því kvöld á ÍATV.

 

Íþróttamenn Akraness frá upphafi:

2022: Kristín Þórhallsdóttir, (3) kraftlyftingar (3).

2021: Kristín Þórhallsdóttir, (2) kraftlyftingar (2).

2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).

2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).

2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).

2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).

2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).

2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)

2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).

2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).

2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).

2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).

2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).

2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).

2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).

2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).

2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.

2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).

2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).

2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).

2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).

2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).

2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).

1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).

1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).

1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).

1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).

1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).

1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).

1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).

1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).

1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11),

*(Íþróttamaður ársins á Íslandi).

1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).

1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).

1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).

1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).

1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).

1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).

1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).

1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).

1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).

1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).

1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).

1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).

1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).

1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).

1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1), (Íþróttamaður ársins á Íslandi).

1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).