Fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng næstu tvær nætur

Á miðnætti í kvöld hefst vinna við þrif og almennt viðhald í Hvalfjarðargöngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Verkefnið mun standa yfir aðfaranótt þriðjudagsins 10. og miðvikudagsins 11. janúar.

Vinna stendur yfir frá kl. 0:00 – 6:30 og verður fylgdarakstur í gegnum göngin meðan unnið er.

Brýnt er að benda á að meðan á þvotti stendur er mjög hált í göngunum og vegfarendur því beðnir um að aka með gát.