Bæjarráð Akraness hélt í gær vinnufund með og skipulags- og umhverfisráði þar sem að fjallað var um eldra húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar
Fundargestir voru: Einar Brandsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Liv Asa Skaarstad og Kristinn Hallur Sveinsson, Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs, Valgarður L. Jónsson varaformaður bæjarráðs, og Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður í bæjarráði.
Á fundinum voru hugmyndir um útfærslu á ýmsum eignum í eigu Akraneskaupstaðar. Á fundinum var ákveðið að halda áfram að ræða um framtíð þessara eigna fljótlega. Einnig var rætt um húsið Mörkina sem stóð við Merkurtún.
Eftirtaldar eignir voru til umræðu:
Árnahús
Kirkjuhvoll
Vesturgata 62 – Búkolla
Landsbankahúsið
Gula skemman (Faxabraut 10)
Skólabraut – Mörkin. Á fundinum var rætt um gamalt hús sem stóð við Skólabraut en húsið var rifið – en ýmsar hugmyndir hafa komið fram í gegnum tíðina um uppbyggingu á þessu svæði.
Málefni um Suðurgötu 108 var tekið til atkvæðagreiðslu á fundinum.
Lagt til að ákvörðun um niðurrif standi og var sú tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu, Ragnar B. Sæmundsson.