Lúðvík Gunnarsson ráðinn í nýtt starf hjá KSÍ

Lúðvík Gunnarsson tók nýverið við nýju starfi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 

Skagamaðurinn hefur á undanförnum árum verið yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og þjálfari U15 karla. 

Hann hefur nú verið ráðinn sem þjálfari U17 og U16 karla – og tekur við af  Jörundi Áka Sveinssyni, sem var ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs á dögunum. 

Lúðvík heldur áfram í störfum sínum í Hæfileikamótuninni og með U15 karla þar til nýr þjálfari verður ráðinn.

Fyrsta verkefni Lúðvíks með U17 karla verður milliriðill í undankeppni EM 2023 sem spilaður verður í Wales í lok mars.