Óvissuástand á Kjalarnesi vegna veðurs – veginum gæti verið lokað

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í dag, mánudaginn 30. janúar, vegna veðurs. 

Boðað hefur verið til samráðfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra en viðbúið þykir að Samhæfingarstöð Almannavarna verði virkjuð gangi veðurspár eftir.

Vegurinn um Kjalarnes gæti lokast með stuttum fyrirvara eins og fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.