Akraneskaupstaður undirbýr samræmda móttöku flóttafólks 

Akraneskaupstaður hefur samþykkt að gerast móttökusveitarfélag vegna samnræmdrar móttöku flóttafólks.

Samþykkt hefur verið í velferðar – og mannréttindaráði að Akraneskaupstaður veiti að lágmarki 40 notendum þjónustu að lágmarki á hverjum og að hámarki 80 notendum.

Akraneskaupstaður samþykkir jafnframt að veita á hverju ári að hámarki 60 notendum þjónustu á 1. ári í samræmdri móttöku.

Á grundvelli þessa samkomulags munu Akraneskaupstaður og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti gera með sér þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks.

Í samningnum er fjölda notenda sem Akraneskaupstaður hyggst taka á móti og veita þjónustu tilgreindur og var tillaga starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs lögð fram á fundi ráðsins og samþykkt.

Bæjaráð og bæjarstjórn Akraness eiga eftir að fjalla efnislega um þessa tillögu ráðsins.

Þetta kemur fram í fundargerð Velferðar – og mannréttindaráðs Akraness.