Helstu atvikin frá ÍATV úr leik ÍA gegn Val í Lengjubikarkeppninni

Karlalið ÍA fékk lið Vals í heimsókn í dag í Lengjubikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í Akraneshöllinni. 

Gestirnir komust yfir á 28. mínútu Sigurður Egill Lárusson skoraði eftir mistök í vörn ÍA. 

Það gekk á ýmsu það sem eftir lifði leiks og bæði lið fengu góð færi. Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, fékk rautt spjald þegar korter var eftir af leiknum. 

Kristinn Freyr Sigurðsson tryggði sigur Valsmanna úr vítaspyrnu sem ÍA fékk á sig á 90. mínútu.

Þetta var annar leikur ÍA í þessari keppni en liðið lagði Vestra 4-3 í fyrstu umferð – en ÍA var síðar dæmdur 3-0 sigur þar sem að lið Vestra var ólöglega skipað í leiknum.