Knattspyrnufélag ÍA hélt aðalfund þann 20. febrúar s.l. þar sem að Eggert Hjelm Herbertsson var endurkjörinn sem formaður félagsins.
Töluverðar breytingar verða á stjórn félagsins en alls eru 9 í stjórn, fimm karlar og fjórar konur.
Fimm nýir aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins á aðalfundinum – en fjölmenni mætti á fundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA.
- Stjórn KFIA fyrir árið 2023 skipa:
- Eggert Hjelm Herbertsson – Formaður
- Ellert Jón Björnsson.
- Freydís Bjarnadóttir (ný inn í stjórn).
- Ingimar Elí Hlynsson (nýr inn í stjórn).
- Jóhannes H. Smárason (nýr inn í stjórn).
- Lára Dóra Valdimarsdóttir
- Lilja Gunnarsdóttir (ný inn í stjórn).
- Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – formaður Barna- og unglingaráðs
- Sigurður Þór Sigursteinsson (nýr inn í stjórn)
Þá gengu úr stjórn: Brandur Sigurjónsson , Heimir Fannar Gunnlaugsson, Jónína Víglundsdóttir, Ragnar Þór Gunnarsson og Valdís Eyjólfsdóttir.
Í Barna- og unglingaráði voru einnig breytingar en þar komu tveir nýir inn í stjórn og umboð tveggja var endurnýjað.
Ársskýrsla 2022
Ársreikningur 2022 til afgreiðslu á aðalfundi
Rekstraráætlun 2023 til afgreiðslu á aðalfundi
Barna – og unglingaráð fyrir árið 2023 skipa:
- Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – Formaður.
- Andri Lindberg Karvelsson (nýr inn í stjórn).
- Anna María Þórðardóttir.
- Berta Ellertsdóttir.
- Ívar Orri Kristjánsson.
- Sædís Alexía Sigmundsdóttir.
- Örn Arnarsson (nýr inn í stjórn)
Þá gengu úr stjórn: Óskar Rafn Þorsteinsson, Þorsteinn Gíslason (hætti um mitt ár 2022)
Í tilkynningu KFÍA kemur fram að Knattspyrnufélag ÍA þakkar þeim sem eru að hætta í stjórnum KFÍA fyrir þeirra framlag til margra ára.