Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram, laugardaginn 25. febrúar, og fer þingið fram á Ísafirði. Kosið verður í stjórn á þinginu og er ljóst að þrír aðilar frá ÍA verða í stjórn og varastjórn KSÍ á næsta ári.
Pálmi Haraldsson verður áfram í stjórn KSÍ og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson kemur nýr í stjórnina en hann var áður í varastjórn KSÍ. Sigrún Ríkharðsdóttir kemur inn í varastjórn KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir verður áfram formaður en kjörtímabili hennar lýkur á næsta ársþingi árið 2024.
Stjórn KSÍ verður þannig skipuð eftir þingið á Ísafirði,.
- Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Garði
- Helga Helgadóttir, Hafnarfirði
- Torfi Rafn Halldórsson, Reykjavík
- Unnar Stefán Sigurðsson, Keflavík
- Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Akranesi
- Helga Helgadóttir, Hafnarfirði
- Tinna Hrund Hlynsdóttir, Ísafirði
- Unnar Stefán Sigurðsson, Keflavík
- Ívar Ingimarsson, Egilsstöðum
- Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi
- Pálmi Haraldsson, Akranesi
- Sigfús Ásgeir Kárason, Reykjavík
Varstjórn KSÍ er þannig skipuð:
- Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Hafnarfirði
- Jón Sigurður Pétursson, Reykjavík
- Sigrún Ríkharðsdóttir, Akranesi