Alls fá 16 menningartengd verkefni styrk frá Akraneskaupstað á árinu 2023. Menningar – og safnanefnd Akraneskaupstaðar fékk alls 32 umsóknir um styrki og var heildarupphæð allra styrkumsókna tæplega 20 milljónir kr.
Úthlutað verður rúmlega 3,5 milljónum kr. til alls 16 verkefna. Hæstu styrkurinn var 400 þúsund kr. en lægstu styrkirnir 100 þúsund kr.
Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að við úrvinnslu umsóknanna var horft til áherslna menningarstefnu Akraneskaupstaðar 2018-2023. Jafnframt var lögð áhersla á að styðja við ný og fjölbreytt verkefni, með það að markmiði að skapa blómlegt menningarlíf á Akranesi.
Eftirfarandi verkefni fá styrk á þessu ári.
- Undir yfirborðinu, málverkasýning Aldísar Petru – 100.000 kr.
- Straumar, skúlptúrar úr leir, Guðný Sara Birgisdóttir – 100.000 kr.
- Tónlistarverkefni, Smiðjuloftið – 100.000 kr.
- Artic Light, málverkasýning Jaclyn Ashley Pouchel – 100.000 kr.
- Flýttu þér hægt, myndlistarviðburður Angelu Árnadóttur – 150.000 kr.
- Söngstundir í leikskólum með Hafdísi Huld – 175.000 kr.
- Hinseginhátíð Vesturlands Akranesi – 195.000 kr.
- Blái þráðurinn, hönnunarsýning Ásu Katrínar Bjarnadóttur – 200.000 kr.
- Kvikmyndaverk, Tengsl sonar og móður, Muninn kvikmyndagerð – 200.000 kr.
- Tónleikar á Írskum dögum, Rokkland ehf – 300.000 kr.
- Söngleikurinn Hlið við hlið, nemendafélag FVA – 300.000 kr.
- Skaginn syngur inn jólin, Eigið fé – 300.000 kr.
- Vefsíða um knattspyrnusögu Akraness, Á sigurslóð, Jón Gunnlaugsson – 300.000 kr.
- Tónleikar á sjómannadaginn, Amma og úlfarnir – 300.000 kr.
- Söngleikurinn Nornaveiðar, Grundaskóli – 300.000 kr.
- Samsýning listamanna, Listfélag Akraness – 400.000 kr.