Góður árangur hjá sundfólki ÍA á Ásvallamótinu

Ásvallamótið í sundi fór fram samnefndri keppnislaug í Hafnarfirði um s.l. helgi. Alls tóku 12 keppendur frá Sundfélagi Akraness þátt en keppendur voru alls 240 og komu þeir frá 15 félögum. Keppendur frá ÍA náðu einum gullverðlaunum, átta silfurverðlaunum og fjórum bronsverðlaunum. Að auki voru Akranesmet bætt fimm sinnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Sunna Dís Skarphéðinsdóttir náði sínu fyrsta lágmarki inn á Íslandsmeistaramót.
lki.

Akranesmet var sett í 4x50m fjórsundi, blandaðri sveit en hana skipuðu þau Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir. þau syntu á tímanum 1.57.57 mín.

Gamla metið í þessari grein var 1.58.75 mín. en það áttu þau Una Lára Lárusdóttir, Sævar Berg Sigurðsson, Ágúst Júlíusson og Brynhildur Traustadóttir

Enrique Snær setti Akranesmet í 200 m skriðsundi á tímanum 2.00.35 mín., en gamla metið átti Sindri Andreas Bjarnason á 2.00.97 mín. sem hann setti árið 2021.

Einar Margeir Ágústsson bætti eigið Akranesmet í 50 m bringusundi og komst núna undir 29 sek múrinn. Hann synti á 28.99 sek. en gamla metið setti hann í Glasgow í Skotlandi í fyrra á tímanum 29.10 sek. Hann bætti líka unglingametið í 50 m skriðsundi á 24.35 sek, en gamla metið átti Kristján Magnússon frá því á ÍM í fyrra á 24.71 sek.

Kristján bætti einnig unglingametið í 100 m skriðsundi á 55.11 sek, gamla metið átti Einar Margeir á 55.26 sek. sem hann setti í fyrra.