Meðalhraði bifreiða verður mældur með nýjum tækjum í Hvalfjarðargöngum

Nýverið var lokið við að setja upp búnað í Hvalfjarðargöngum sem mælir meðal­hraða bif­reiða með til­liti til þess hvort ekið sé yfir lög­leg­um hraða. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.

Þar kemur einnig fram að sérfræðingar séu að ganga úr skugga um að mælingarnar séu nákvæmar. Þegar því verkefni verður lokið mun Vega­gerðin til­kynna lög­reglu og öðrum að búnaður­inn sé til­bú­inn til notk­un­ar.

Nú þegar eru meðal­hraðamynda­vél­ar á Grinda­vík­ur­vegi, þar sem há­markið er 90 km/klst., og 70 km/klst. í Norðfjarðargöng­un­um. Reynsl­an af þeim þykir ágæt og til­gang­ur­inn með mynda­vél­um þykir hafa sann­ast. Þeir öku­menn sem oft aka greitt hafa yf­ir­leitt ekki verið á miklu meira en 3-7 km á klst meira en leyfi­legt er.

Úrvinnsla upp­lýs­inga úr hraðamynda­vél­um, eins og þeim sem nú verða sett­ar upp í Hval­fjarðargöng­um, er hjá Lög­reglu­stjór­an­um á Vest­ur­landi. Göng­in sjálf eru á varðsvæði lög­reglu á höfuðborg­ar­svæðinu.