Skagamaðurinn efnilegi, Daníel Ingi Jóhannesson, tryggði íslenska U-17 ára landsliðinu í knattspyrnu stig gegn Wales í gær.
Daníel Ingi skoraði með góðum skalla á 52. mínútu eftir að Wales hafði komist yfir á 30. mínútu.
Leikurinn var í milliriðli í undankeppni EM. Þetta var annar leikur Íslands í þessum riðli en Ísland gerði jafntefli gegn Svartfjallalandi í fyrstu umferð.
Næsti leikur Íslands er á þriðjudaginn gegn Skotlandi – og þarf Ísland að landa sigri í þeim leik til þess að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Tvö efstu liðin í þessum riðli komast áfram.
Daníel Ingi er fæddur árið 2007 og er aðeins 15 ára gamall. Hann kemur úr stórri knattspyrnufjölskyldu en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍA – og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins. Eldri bróðir Daníels Inga, Ísak Bergmann, er atvinnumaður hjá FCK í Kaupmannahöfn og er í A-landsliðshóp Íslands sem mætir Liechtenstein í dag.
Staðan í riðlinum:
1. Wales 4 stisg
2. Skotland 3 stig
3. Ísland 2 stig
4. Svartfjallaland 1 stig
Daniel Ingi Jóhannesson 🇮🇸(2007) heads level!!! #U17Europic.twitter.com/0LFT8bw0yA
— Football Report (@FootballReprt) March 25, 2023