Það var mikið um að vera í gær þegar úrslitin í stóru upplestrarkeppni grunnskólanna fór fram í Tónbergi.
Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt og er markmið keppninnar að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Aðalheiður Ísold Pálmadóttir frá Brekkubæjarskóla og Árný Lea Grímsdóttir frá Grundaskóla stóðu uppi sem sigurvegarar.
Frá þessu er greint á vef Grunda – og Brekkubæjarskóla.
Julia Von Káradóttir las á sínu móðurmáli sem er pólska og nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu tónlist fyrir áhorfendur.
Dómnefndina skipuðu þau, Halldóra Jónsdóttir, Jakob Þór Einarsson og Þóra Björg Sigurðardóttir.