Eva Björg fékk Storytell verðlaunin 2023 fyrir „Þú sérð mig ekki“Bæjarfréttamiðlar þurfa á þér að halda – smelltu hér

Í gær voru Íslensku hljóðbókaverðlaunin afhent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn. Þar voru íslenskir höfundar eða, eftir atvikum, þýðendur ásamt leikurunum sem lásu inn bækurnar verðlaunaðir í sex flokkum fyrir verk sem komu út á árinu 2022. Auk þess voru veitt sérstök heiðursverðlaun.

Nánari upplýsingar hér:

Skagakonan Eva Björg Ægisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í flokki Glæpasagna fyrir bók sína „Þú sérð mig ekki“. Sigríður Láretta Jónsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórey Birgisdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og María Dögg Nelson lásu söguna en útgefandi er Veröld.

Storytel Awards eru árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins. Bæði höfundar og lesarar hljóðbóka eru verðlaunaðir í fimm bókaflokkum auk verðlauna fyrir hljóðbókaseríu og sérstakra heiðursverðlauna.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Björg Ægisdóttir (@evabjorg88)Bæjarfréttamiðlar þurfa á þér að halda – smelltu hér