Lið Káramanna fór létt með lið Léttis í 1. umferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ s- en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni í gær.
Kári leikur í 3. deild eða fjórðu efstu deild Íslandsmótsins en Léttir er í 5. deild sem er sjötta efsta deild Íslandsmótsins.
Sigurjón Logi Bergþórsson kom Kára yfir á 9. mínútu, Nikulás Ísar Bjarkason skoraði annað mark Kára á 44. mínútu og Hafþór Pétursson kom Kára í 3-0 á 45. mínútu.
Axel Freyr Ívarsson skoraði fjórða mark Kára á 60. mínútu og Nikulás Ísar bætti við fimmta markinu á 77. mínútu – sem var jafnframt annað mark hans í leiknum.
Kári sækir Árborg heim laugardaginn 8. apríl 2023 og fer leikurinn fram á Selfossi. Sigurliðið úr þeirri viðureign kemst í 32 – liða úrslit keppninnar.